Líður að leikslokum

Jæja, þá styttist í heimför.  Hópurinn er enn hress eftir öll lætin en auðvitað komin smá þreyta í mannskapinn eftir 6 vikna sýningartörn með 7 sýningum í viku.  Nú hlakka allir til að fara heim og hitta sína nánustu eftir frábæran tíma hér í henni London.

 London


Vitleysingastræti?

Einar sviðsmaður þýddi þetta götuheiti á skemmtilegan hátt:  Vitleysingastræti!

 Einar


Young Vic leikhúsið okkar

leikhúsið

London Calling

Merkilegt hvernig sálarlíf fólks er mismunandi eftir umhverfi.
Hér fyrir utan gluggann hjá mér um daginn heyrði ég konu missa vitið
af bræði út í stöðumælavörð yfir sekt. Önnur eins öskur og
svívirðingar hef ég sjaldan heyrt.

Hef verið að þeysast um á nýja sambögglanlega hjólinu mínu. Það
er eins og að vera skylmingaþræll að hjóla hér um götur. Engin
miskunn. Var reyndar gerandi um daginn. Frumsýningardaginn fór ég heim
í fín föt. Pínu seinn að mér fannst. Fór út og ætlaði að rölta.
Hellirigning. Ég í nýju jakkafötunum mínum. Náði í leigubíl. Hann
lagði fyrir utan leikhúsið,ég rétti honum pening,opnaði
hurðina,búmm!! Tók hjólreiðamann með hurðinni. Leigubílsstjórinn
virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Og gæjinn á hjólinu rauk bara
aftur af stað.

Hef á tilfinningunni að það sé of mikið af fólki hérna.

Fór í lestina um daginn. Er frekar heitfengur að eðlisfari en var í
ullarfrakka og peysu innanundir. Það var ekki alveg málið. Lestin
fylltist af fólki sem flaggaði fjölbreytilegri líkamslykt. Sum var
yfirgnæfð með rakspírum,önnur beint af skepnunni. Byrjaði að svitna
sjálfur svona ullarsvita. Hefði farið úr jakkanum en það var ekki
séns. Of mikið af fólki. Gat ekki hreyft mig.
Loftræstingin var engin en í staðinn var heitur blástur úr rykugum
túðum í lestinni.
Hreinn viðbjóður.

Það getur ekki verið nokkrum manni hollt að búa við þessar
aðstæður. Að þurfa að skrölta í svitabaði langt ofan í
jörðinni,bara til að komast á einhvern annann stað. Ég var pirraður.
Innilokaður. Hefði getað öskrað. Hugsaði með mér:”Nú flyt ég í
sveit. Hefur einhver séð bónda taka tryllinginn á girðingastaur?”
Varla! Nema JR í Dalalífi en það gerði hann vegna þess að hann var
svo glaður og ánægður með að vera að gera það sem hann var að
gera.

Ég reyndi að “think of a happy place” en það var ekki hægt því
áreitið á skilningarvitin var of mikið. Loksins kom að minni stöð.
Út. Upp. Dró andann. Leit á London og hugsaði:”I love it!”
Fjarlægðirnar eru endalausar,mannmergðin of mikil og hraðinn of hraður
en það er eitthvað við þessa borg. Hvað það er,veit ég ekki í
sannleika sagt...en það er eitthvað!

Hlakka samt til að koma heim. Ef einhver þarf mann í girðingarvinnu er
ég laus um mánaðarmótin.

Góðar stundir.
Kv.Björn Hlynur

 

 


Hey Jude (Ballaðan um R og J)

Það var fimmtudagskvöld í leikhúsi í Lundúnum. Kvöld sem leiðir
tveggja einstaklinga láu saman. Einstaklinga sem hafa hvor á sinn hátt
markað djúp spor í menningarsögu sinna þjóða. R hafði nýlokið að
koma fram í leiksýningu kvöldsins. Lagt hjarta sitt og sál að veði.
Þegar listamenn ganga langt í listsköpun sinni hefur það
óhjákvæmilega áhrif á tilfinningalíf þeirra. Þetta umrædda kvöld
er R viðkvæmur,brothættur. Eins og titrandi sólblóm í haustvindi.

Frammi í anddyri er uppáklætt fólk. Demantar á fingrum kvenna sem og
einstaka karlmanns. Demantar í hálsfestum. Demantar í eyrnalokkum.
Demantar. Silki. Demantar. Smókingar. Leðurskór.Blóðugir demantar?
Þetta umrædda kvöld er öllu til tjaldað.

Dýrindis matur á borðum. Endalausar tegundir af gómsætum réttum sem
varla er hægt að átta sig á hvað er. Svo gott er það. Dýr í
útrýmingarhættu?  Annað getur ekki verið. Kampavín flæðir.

R stendur við barinn. Virðir fólkið fyrir sér. Skyndilega fer kliður
um salinn. Úr anddyrinu má sjá leiftur af ljósum myndavéla. Rýnir í
áttina. Getur það verið? Er hann hér?

Þetta er hann. Það er til Guð...og hann heitir J! Hann er myndarlegur.
Nei,fallegur. Nei, guðdómlega fallegur. Svona menn eru ekki til! “Er
þetta draumur?” hugsar R.
“Ef svo er, þá vil ég ekki vakna!”

Eftir vanalegar myndatökur er J kominn í salinn. Veit að fólkið horfir
á hann. Veit að þeir sem snúa í hann baki iða í skinninu að snúa
sér við.

J lítur yfir salinn. Hann veit. Hann veit að hann á athyglina.
Skuldlaust. Rennir augunum á tælandi hátt aftur  yfir mannfjöldann.
Hann stöðvar í miðjum sal. Hann kemst ekki lengra með augun. Bláu
augu J læsast. Þau læsast í augum í fjöldanum. Þetta eru brún augu.
Þetta eru augu sem halda þér í heljargreipum. Þú losnar ekki þó
þú reynir að loka augunum. Þú losnar ekki og þú vilt ekki losna. J
veit það. Hann finnur eilítinn titring í hnjánum.

Það er eins og römm taug séu milli augna þessarra tveggja
einstaklinga. Eins og taug milli tveggja ósjálfbjarga báta í ólgusjó
sem eiga aðeins von um að tauginn haldi. Haldi þeim saman. Haldi í
þeim lífinu.

J reynir að ganga í áttina að þessum brúnu augum. Fæturnir eins og
brauð. Nýbakað brauð. Mjúkt brauð. Hann kemst á leiðarenda. Hvað
er hægt að segja? Ekkert! Þeir horfast í augu. Orð eru óþörf. R
brýtur ísinn. Tekur upp símtæki. Beinir því til himna. Ljósið af
tækinu lýsir upp þessi andlit. Síminn hugsar með sér:”Þvílík
sjón. Ég er heppinn sími!”
R þrýstir á hnappinn og andartakið er fangað. Bláu augun gefa brúnu
augunum bendingu um að þau verði að fara. Hér verði að hætta.
Annars verði ekki hægt að ábyrgjast afleiðingarnar.
Brúnu augun samþykkja.

Í ballöðunni um R og J rúmast ekki fleiri orð.

Hvernig er hægt að lýsa því ólýsanlega?

Gandálfur kemur þá aðvífandi með stafinn góða og pantar sér drykk.  R vaknar:  Þetta var draumur.


Góðar stundir,
Björn Hlynur.


Hjólahjóla

Vorum nokkur í hópnum að fjárfesta í svona reiðfákum.  59 pund takk fyrir.  Einn gír og kannski ekki það sterkasta í heiminum, en maður kemst leiðar sinnar á þessu og sér talsvert meira af London en þegar maður starir út um glugga neðanjarðarlestanna.  Ég skrúfaði það saman í morgun og er þegar búinn að eyða 17 pundum í viðgerðarkostnað.  Hehe.

Bestu kveðjurnar.

Rúnar Freyr.

 

Hjól


Styttist í kveðjustund

Jæja, nú erum vð búin að vera hér í rúman mánuð og aðeins 2 vikur eftir. Svo verður haldið heim á vit nýrra ævintýra í Borgarleikhúsinu.  Það er eiginlega stórfurðulegt hvað tíminn flýgur áfram hérna. Þetta er sannarlega mikið ævintýri sem við erum öll að upplifa hérna. Skemmtilegast af öllu er viðbrögðin við sýningunni, alltaf troðfullt, röð í ósóttar pantanir og mikil stemning á sýningum. Stundum eru viðbrögðin svo mikil að ég hef það á tilfinningunni að áhorfendur séu í lelikhúsi í fyrsta sinn, slíkt er þakklætið. Reyndar er Young Vic leikhúsið með þá stefnu að þau gefa alltaf 10 % af miðunum til unglinga og ungs fólks sem á annars kostar enga völ að koma í leikhús. Algjörlega frábær stefna og þar af leiðandi er áhorfendahópurinn mjög blandaður. Menningarvitar, leikhúsnördar, unglingar og allt þar á milli á sömu sýningu.

Stór hluti af því hversu mikinn innblástur þessi ferð er að veita manni er að allt er nýtt og nett framandi. Nýtt fólk, nýir staðir, nýtt bragð, ný lykt. Það sem maður hefur nú gott af því að rífa upp sýna rútínu og kasta sér út í djúpa laug stórborgar sem iðar af mannífi. Þetta er svo hressandi. Nú ætlar Young Vic að bjóða öllum hópnum í kampavín í London Eye á næsta frídegi sem smá þakklæti fyrir Gala kvöldið góða, sem var náttúrulega þvílíkt okkar ánæga að taka þátt í. Það verður fjör að fara öll saman og skála yfir borginni sem hefur boðið upp á svo frábæra hluti síðusta vikur og kveðjast formlega....ekki það að eitthvað segir mér að við eigum eftir að eyða miklum tíma erlendis saman því boðin á hátíðir víða um heim eru víst farin að detta inn.....Ævintýrið er kannski rétt að byrja?!

Best að fara að læra texa fyrir næsta verkefni, snarbrjáluð móðir sem situr í fangelsi í Elsku barn, já áður en maður veit af er maður mættur upp  í Borgarleikhús að reyna að hreyfa við gestum hússins. Stanslaust stuð, Unnur Ösp


Ian og co

Lokin á Gala-dagskránni

Flott

Jane Horrocks, Clive Rove, Dominic, Nína og Unnur

Og meira

Dom West og Gísli léttir.

 West og Garðarson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband