Leikfélag Reykjavíkur ses

Uppsetning Borgarleikhússins og Vesturports á Faust féll leikhúsáhorfendum sannarlega vel í geð á síðasta leikári. Áhorfendur lofuðu sýn­ inguna í hástert og hún hlaut fjölda tilnefninga til Grímunnar, m.a. sem sýning ársins.

Þótt sýningum í Reykjavík sé lokið er ekki látið staðar numið því sýningin fer á svið í Young Vic-leikhúsinu í London og verður sýnd 25. september til 30. október. Sýnt verður sjö sinnum í viku á enskri tungu. Þetta er mikill heiður ekki síst vegna þess að sýn- ingar á Faust marka upphaf á 40 ára afmælishátíð leikhússins.

Young Vic leikhúsið er eitt virtasta og framsæknasta leikhús í Evrópu. Það var stofnað árið 1970 af Sir Laurence Olivier. Hann sagði þá að í leikhúsinu ættu að fara fram tilraunir ungra lista- manna, það ætti að verða griðastaður unga fólksins, bæði sem listamanna og áhorfenda. Það má segja að þessi stefna Oliviers sé enn í góðu gildi. Leikhúsið sérhæfir sig í klassískum leikritum en í nýstárlegum og óhefðbundnum uppsetningum. Faust, fellur sannarlega eins og flís við rass að stefnu þessa merka leikhúss.

Leikararnir í Faust bætast þá í hóp þeirra fjölmörgu, stórgóðu leikara sem stigu sín fyrstu spor í Young Vic, en meðal þeirra má nefna Vanessa Redgrave, Helen Mirren, Judi Dench, Timothy Dalton, Ian McKellen og Jude Law.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Leikfélag Reykjavíkur ses.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband