Styttist í kveðjustund

Jæja, nú erum vð búin að vera hér í rúman mánuð og aðeins 2 vikur eftir. Svo verður haldið heim á vit nýrra ævintýra í Borgarleikhúsinu.  Það er eiginlega stórfurðulegt hvað tíminn flýgur áfram hérna. Þetta er sannarlega mikið ævintýri sem við erum öll að upplifa hérna. Skemmtilegast af öllu er viðbrögðin við sýningunni, alltaf troðfullt, röð í ósóttar pantanir og mikil stemning á sýningum. Stundum eru viðbrögðin svo mikil að ég hef það á tilfinningunni að áhorfendur séu í lelikhúsi í fyrsta sinn, slíkt er þakklætið. Reyndar er Young Vic leikhúsið með þá stefnu að þau gefa alltaf 10 % af miðunum til unglinga og ungs fólks sem á annars kostar enga völ að koma í leikhús. Algjörlega frábær stefna og þar af leiðandi er áhorfendahópurinn mjög blandaður. Menningarvitar, leikhúsnördar, unglingar og allt þar á milli á sömu sýningu.

Stór hluti af því hversu mikinn innblástur þessi ferð er að veita manni er að allt er nýtt og nett framandi. Nýtt fólk, nýir staðir, nýtt bragð, ný lykt. Það sem maður hefur nú gott af því að rífa upp sýna rútínu og kasta sér út í djúpa laug stórborgar sem iðar af mannífi. Þetta er svo hressandi. Nú ætlar Young Vic að bjóða öllum hópnum í kampavín í London Eye á næsta frídegi sem smá þakklæti fyrir Gala kvöldið góða, sem var náttúrulega þvílíkt okkar ánæga að taka þátt í. Það verður fjör að fara öll saman og skála yfir borginni sem hefur boðið upp á svo frábæra hluti síðusta vikur og kveðjast formlega....ekki það að eitthvað segir mér að við eigum eftir að eyða miklum tíma erlendis saman því boðin á hátíðir víða um heim eru víst farin að detta inn.....Ævintýrið er kannski rétt að byrja?!

Best að fara að læra texa fyrir næsta verkefni, snarbrjáluð móðir sem situr í fangelsi í Elsku barn, já áður en maður veit af er maður mættur upp  í Borgarleikhús að reyna að hreyfa við gestum hússins. Stanslaust stuð, Unnur Ösp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband