London Calling

Merkilegt hvernig sálarlíf fólks er mismunandi eftir umhverfi.
Hér fyrir utan gluggann hjá mér um daginn heyrði ég konu missa vitið
af bræði út í stöðumælavörð yfir sekt. Önnur eins öskur og
svívirðingar hef ég sjaldan heyrt.

Hef verið að þeysast um á nýja sambögglanlega hjólinu mínu. Það
er eins og að vera skylmingaþræll að hjóla hér um götur. Engin
miskunn. Var reyndar gerandi um daginn. Frumsýningardaginn fór ég heim
í fín föt. Pínu seinn að mér fannst. Fór út og ætlaði að rölta.
Hellirigning. Ég í nýju jakkafötunum mínum. Náði í leigubíl. Hann
lagði fyrir utan leikhúsið,ég rétti honum pening,opnaði
hurðina,búmm!! Tók hjólreiðamann með hurðinni. Leigubílsstjórinn
virtist ekkert kippa sér upp við þetta. Og gæjinn á hjólinu rauk bara
aftur af stað.

Hef á tilfinningunni að það sé of mikið af fólki hérna.

Fór í lestina um daginn. Er frekar heitfengur að eðlisfari en var í
ullarfrakka og peysu innanundir. Það var ekki alveg málið. Lestin
fylltist af fólki sem flaggaði fjölbreytilegri líkamslykt. Sum var
yfirgnæfð með rakspírum,önnur beint af skepnunni. Byrjaði að svitna
sjálfur svona ullarsvita. Hefði farið úr jakkanum en það var ekki
séns. Of mikið af fólki. Gat ekki hreyft mig.
Loftræstingin var engin en í staðinn var heitur blástur úr rykugum
túðum í lestinni.
Hreinn viðbjóður.

Það getur ekki verið nokkrum manni hollt að búa við þessar
aðstæður. Að þurfa að skrölta í svitabaði langt ofan í
jörðinni,bara til að komast á einhvern annann stað. Ég var pirraður.
Innilokaður. Hefði getað öskrað. Hugsaði með mér:”Nú flyt ég í
sveit. Hefur einhver séð bónda taka tryllinginn á girðingastaur?”
Varla! Nema JR í Dalalífi en það gerði hann vegna þess að hann var
svo glaður og ánægður með að vera að gera það sem hann var að
gera.

Ég reyndi að “think of a happy place” en það var ekki hægt því
áreitið á skilningarvitin var of mikið. Loksins kom að minni stöð.
Út. Upp. Dró andann. Leit á London og hugsaði:”I love it!”
Fjarlægðirnar eru endalausar,mannmergðin of mikil og hraðinn of hraður
en það er eitthvað við þessa borg. Hvað það er,veit ég ekki í
sannleika sagt...en það er eitthvað!

Hlakka samt til að koma heim. Ef einhver þarf mann í girðingarvinnu er
ég laus um mánaðarmótin.

Góðar stundir.
Kv.Björn Hlynur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björn Hlynur.

Þessir pistlar þínir eru skemmtilega skrifaðir. Takk fyrir skemmtilegar stundir í London.

Það vantar örugglega einhvern  hér á mínum stað mann í vinnu!

Bestu kveðjur.

Sigga Dóra.

Sigríður D. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:41

2 identicon

magnaðir pistlar.... kítla aðeins hláturtaugarnar...væri alveg geim í að lesa blogg frá þér reglulega... hressir mann alveg:) ekki það að ég sé ekki hress :)

en til hamingju með allt vesturport og ég hlakka til að fylgjast með ykkur í lífinu:)

guðný. (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband