Borgarleikhúsið og Vesturport leggja af stað til London

Lentum á Gatwick flugvelli um 7 leitið eftir ljúfa flugferð. Firðingur
í maganum, spenna fyrir komandi tímum í Lundúnaborg. Hvað erum við að
fara út í ? Það er nokkuð spennandi vægast sagt en einnig
ófyrirsjáanlegt. Fyrsta kvöldið var borðað saman á inverskum
veitingastað með leikhússtjóra Young Vic honum David Lan. Hann sagði
okkur ýmsar mjög spennandi fréttir sem ég þori ekki að segja frá fyrr
en að því kemur en eru ansi krassandi! Ráfuðum um borgina sem er
gersamlega uppfull af innblæstri úr öllum áttum, merkilegt hvað
Reykjavíkin okkar getur verið lítil í samanburði. Duttum óvartr inn á
frábært lítið leikhús og bar þar sem Shunt leikhópurinn heldur til.
Þar börðum við augum ansi hreint frumlegan gjörning þar sem
óperusöngkona söng undurfagurt við selló undirleik og stakk löngum
nálum í andlit sitt á meðan á söngnum stóð, þegar líða tók á atriðið
dró hún svo nálarnar úr andlitinu og þá fossblæddi yfir hana alla.
Þetta var nokkuð magnað og mjög áhrifaríkt, fyrsta inspírasjónin hér
var dálítið eins og að vera komin til Berlínar. Er ansi hrædd um að
þetta verði barinn "okkar" hér, fullt af spennandi listafólki, risa
garður og frábær stemning. Ætlum að sjá Shunt leikhópinn sjálfan þar á
næstu dögum.
....
Komum í Young Vic leikhúsið í fyrsta sinn í morgun, flest okkar að
koma þangað í fyrsta sinn en sumir hafa þó leikið ansi margar sýningar
þar af Rómeó og Júlíu á sínum tíma. Rosalega "kúl" leikhús, svona röff
og skemmtileg stemning. Áhorfendasalurinn tekur um 450 manns og salan
á þessar ca 40 sýningar okkar hér gengur, að mér skilst, ótrúlega vel!
Mikill léttir. Tókum textarennsli í pínulitlum æfingasal, enskan okkar
er hreint ekki svo slæm eftir að við fengum einn besta tal þjálfa
London til að hjálpa okkur heima á Íslandi í undirbúningnum síðustu
vikuna fyrir brottför. Úff, pressan er samt mikil, hvað mun fólki
finnast um sýninguna?? Verða gagnrýnendur ánægðir, munum við halda
heilsu? Mun Nilli fimleikakónur rífa magavöðvana eins og í Rómeó og
Júlíu run-inu um árið? Munu laufin sofa á meðan spaðarnir liggja
andvaka? Spyrjum að leikslokum. Þetta er í það minnsta ótrúlega
spennandi og stemningin í hópnum er frábær!!!!

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband