Faust í London....dagur 5,

Leikhópurinn fer á svið í fyrsta sinn í dag en þar eru Einar, Diddi og
Halli Volvo sviðsmenn auk Dodda ljósahönnuðar, Sela leikmyndahönnuðar
og að sjálfsögðu Gísla leikstjóra, búnir að vera ansi sveittir dag
eftir dag við að koma upp leikmynd, ljósum, riggum, neti og fleiru og
fleiru. Erum orðin mjög spennt að fá að prófa rennsli í leikmynd og
tékka á öllum fimleikatrixunum, svona sérstaklega í ljósi þess að á
laugardag verður jú fullur salur af fyrstu áhorfendum!!! Arrrggggg,
smá fiðringur svona í maganum yfir því jú jú. Við leikararnir erum
hins vegar búin að renna textanum, æfa breskuna, laga senur og renna á
æfingarsal í fjóra daga núna. Svövu fimleikastelpu var skotið upp úr
gryfjunni á sviðinu í fyrsta sinn í gær. Henni og Nilla fimleikamanni
er fórnað í mestu áhættusenur leikaranna þegar þær eru prufukeyrðar,
gaman fyrir þau:) Það gekk glimrandi vel og var hreinleiga
áhrifaríkara en heima á Íslandi því vegalendin sem Nína muna skjótast
upp er töluvert lengri en heima.

Það var flott umfjöllun um okkur í Time Out í gær, myndir og stórt
viðtal við Gísla Örn. Það virðist vera að myndast smá spenningur hér í
London fyrir íslensku loftfimleika útgáfu Vesturports af Gothe´s
Faust. Erum á fullu að taka ljósmyndir og video sem mun birtast hér á
blogginu okkar á næstu dögum. Þar munuð þið geta séð td hvernig spítt
textarennsli fer fram ofl. Á svoleiðis rennslum förum við með allan
textann á innan við klukkutíma og það er ansi mikilvægt að vera vel
einbeittur á svoleiðis morgnum. Jæja, ég ætla að labba af stað í
leikhúsið og reyna að troða mér í korselettið fyrir fyrsta
tæknirennsli. Já já...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband