Önnur vika Faust hópsins í London.

Nú er önnur vikan okkar hér í London hafin og fyrstu forsýningu er
lokið. Það var skrítin tilfinning að standa frammi fyrir fullum sal af
fólki í fyrsta sinn á laugardaginn, leika á ensku og reyna að láta
eins og ekkert væri manni tamara. En viti menn, þetta gekk aldeilis
ágætlega hjá okkur. Tæknin var ekki alveg tilbúin, enda höfum við viku
í að hreinsa tæknina og fullkomna sýninguna. Viðtökurnar voru framan
vonum ,mikið klappað. Álagið á okkur er gífurlega mikið, það fylgir
stressinu og breytingum sem við erum að vinna að en yndið hann Gísli
Örn leikstjórinn okkar er mjög meðvitaður um að hvíla okkur vel á
milli æfinga svo að við höldum velli. Sum okkar eru aðeins að veikjast
en það er ekkert sem mun ekki jafna sig hratt og vel. Ha?!

Eftirfarandi tilvitnun var sett á facebook í gær í stadus eins
áhorfenda: '...saw the best piece of theatre she has ever experienced
yesterday.. Go and see Faust at the Young Vic if you possibly can!'
...hressandi:)

Hin formlega frumsýning Faust er nú á föstudaginn 1. okt. Þá koma
gagnrýnendur og ýmsir boðsgestir. Það er frábært að hafa sýnt
forsýningar fyrir troðfullum sal, slípað sig í enskunni og hlutverkinu
í heila viku fyrir frumsýninguna. Engu að síður verður eflaust
örlítill fiðringur í maganum á kvöldinu stóra. Hótelíbúðirnar okkar
eru æðislegar, þar hlöðum við batteríin fyrir komandi törn, svo tökum
við bresku hefðina á þetta og skálum í einum öl eftir vinnu, köstum á
milli okkar hugmyndum og ræðum hvað mætti betur fara. Gæti ég vanist
þessu lífi, eehhh já! Mun allt smella á föstudaginn? Mun Nína Dögg
lenda á netinu? Mun ég muna textann minn? Mun Hilmir Snær finna
djöfulinn í sér? Mun Dýrleif mæta með töfrabrögðin? Hver veit, hver
veit? Spyrjum að leikslokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver skrifar?

Halldóra :) (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband