Groundhog day í London

Jæja, nú er maður farinn að kynnast því hvernig það er að vera leikari í London. Við sýnum 7 sýningar á viku, öll kvöld nema sunnudaga og tvisvar á laugardögum. Mér hefur stundum fundist ég finna það á leikurunum sem ég hef séð á sviði á West End að þeir eru annaðhvort þreyttir eða að spara sig, og núna skil ég þá! Það er ansi mikið álag að sýna á hverju kvöldi. Ég tala nú ekki um svona físískar sýningar, eins og söngleiki, Faust og slíkt. Hér vaknar maður alltaf dáldið stirður og notar daginn til að liðka sig og koma sér í gírinn fyrir sýningu kvöldsins. Hér gengur maður mikið. Alveg er ótrúlegt hvað manni finnst lítið mál að þramma um allt í stórborgum þegar maður nennir varla að rölta út í búð á Íslandi. Hvað er það eiginlega?

Hér er mjög gaman hjá okkur. Æðislegt að vera í London á þessum tíma, lengja sumarið aðeins og kynnast borginni. Hingað koma líka vinir og fjölskyldumeðlimir í heimsókn. Um daginn fékk ég 5 vini mína til mín sem komu til að vera viðstaddir frumsýninguna og á innan skamms kemur strákurinn minn (7 ára) til mín. Það verður eitthvað. Við ætlum að skoða borgina, fara í dýragarðinn, kíkja á krakkasöfn en hápunkturinn verður örugglega feðgafótbolti í HydePark. Ef ég þekki hann rétt ;)

Nú eru nokkrir í hópnum að fara að kaupa sér hjól. Það mun koma sér vel fyrir mann eins og mig sem þolir ekki neðjanjarðalestir. Við búum í hverfi sem heitir Southwark og er í S-London, rétt hjá London Bridge og Elephant and Castle. Æðislegt hverfi sem hefur verið að byggjast upp sl. ár. Héðan tekur 17 mín (nákvæmlega) að labba í leikhúsið okkar og tæpan klukkutíma í Covent Garden. Skemmitlegast þykir mér að rölta um Southbank og horfa yfir ánna. Best ég geri það núna í sólinni og blíðunni. Og læt mig dreyma um nýja hjólið... ;)

Bestu kveðjur,

Rúnar Freyr leikari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband