Baksviðs

Sit hér inni á herbergi og bíð eftir innkomunni minni. Klæddur eingöngu í hvítar nærbuxur, kjólfatajakka og svartan hatt. Ég er semsagt að fara að leika djöful sem skoppast um á netinu. Hahaha, þetta er nú ævistarfið. Leikstjórinn bað mig um að finna djöfulinn í mér í þessari stuttu senu þar sem ég segi ekkert. Minnir dáldið á dýraspunana í Leiklistarskólanum ;) Lofa að leggja mig allan fram!

Eftir það fer ég baksviðs niður 3 hæðir til að fara í hvíta læknabúninginn til segja 2 setningar á sviðinu en eftir það fer ég aftur upp á 3. hæð til að henda mér 4 metra niður netið og kasta mér svo fram af því aftur niður á sviðið. Jæja gott fyrir aukakílóin I guess ;)

Bestu kveðjur.

Rúnar Freyr leikari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband