2ja sýninga dagur

Mættum öll hress í leikhúsið þrátt fyrir að vita af miklum maraþondegi.  2 sýningar framundan og hópurinn kom sér saman um að spara sig ekki á fyrri sýningunni eins og oft er hætta á.  Nú er hlé á fyrra sjóinu og sýningin mjög kröftug og góð.  Viðtökur líka mjög góðar.  Við Nilli (fimleikari) erum að reyna að halda okkur við áheitið okkar sem er að taka 50 armbeygjur á hverri sýningu.  Það þýða 100 stykki í dag, takk fyrir.  70 komnar hjá mér, 30 (erfiðar) eftir ;)  Og núna var Nína að taka þátt í þessu.  Hún ætlar að taka 30 armbeygjur á sýningu.  Þetta verður eitthvað ;)

Í kvöld er svo frumsýning í Borgarleikhúsinu heima á Fólkinu í kjallaranum.  Sendum kollegum okkar og öllu starfsfólki Borgarleikhússins kærar kveðjur og góða strauma.  Og ykkur öllum auðvitað.

Bestu kveðjurnar.

Rúnar Freyr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband